Innslög Berglindar Pétursdóttur (Berglind Festival) um fullveldisafmælið, sem birtust í Vikunni Gísla Marteins Baldurssonar á haustmánuðum verða auk viðbótarefnis sett saman í eina 40 mínútna kvikmynd, Fullveldis Festival Sagan öll, sem sýnd verður á RÚV þann 21. desember. Steingrímur Dúi Másson leikstýrir og framleiðir.
Snorri Páll skrifar á Starafugl um heimildamyndina Rúntinn 1 eftir Steingrím Dúa Másson og segir hana standa fyllilega í lappirnar ein og sér - sjálfsörugga og keika.
Heimildamyndirnar Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson og Baskavígin eftir Aitor Aspe eru nú í sýningum í Bíó Paradís. Sýningar á fyrrnefndu myndinni hófust 24. nóvember en þeirri fyrrnefndu þann 17. nóvember.