Fjórir íslenskir og grænlenskir framleiðendur hafa sameinast um stofnun framleiðslu- og þjónustufyrirtækis á Grænlandi, Polarama Greenland. Þetta kemur fram í Screen Daily.
Guðný Guðjónsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Sagafilm en hún hefur gegnt starfi framkvæmdarstjóra félagsins frá árinu 2013 og fjármálastjóra frá 2007. Hún tekur við stöðunni af Ragnari Agnarssyni sem tekur stöðu stjórnarformanns. Þá tekur Þórhallur Gunnarsson sæti í stjórn og Steinarr Logi Nesheim mun stýra auglýsingaframleiðslu.