Heimildamyndin Jökullinn logar eftir Sævar Guðmundsson og Sölva Tryggvason hlaut í gær Golden Whistle-verðlaunin sem veitt eru árlega á Kicking & Screening Soccer Film Festival í New York. Myndin var sýnd á opnunarkvöldi hátíðarinnar en á ensku ber hún titilinn Inside a Volcano.
Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson hafa gert heimildamynd í fullri lengd um aðdraganda og undirbúning að þátttöku íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM. Myndin, sem kallast Jökullinn logar, verður frumsýnd í bíóum Senu 3. júní.
Sævar Guðmundsson leikstjóri og Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður vinna nú að heimildamyndinni Leiðin okkar á EM 2016 um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Þeir hafa fylgt liðinu eftir í miklu návígi í um það bil ár, eða síðan undankeppnin fyrir EM 2016 hófst. Þeir leita nú stuðnings við verkefnið á Karolina Fund.