True North kynnir næstu verkefni á yfirstandandi Berlínarhátíð. Þeirra á meðal eru bíómynd eftir skáldsögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Slóð fiðrildanna, sakamálasería byggð á bókum Stefáns Mána og þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík. ScreenDaily skýrir frá.
True North, sem nú hefur stofnað framleiðsludeild undir stjórn Kristins Þórðarsonar, kynnir verkefni á yfirstandandi American Film Market sem byggt er á Sturlungasögu. Screen Daily segir frá. Þar kemur fram verkið sé annaðhvort hugsað sem bíómyndarþríleikur eða sjónvarpsþáttaröð. Vinnuheitið er Sturlungar: The Viking Clan.