HeimEfnisorðSigurður Sverrir Pálsson

Sigurður Sverrir Pálsson

Svipmynd af Sigurði Sverri Pálssyni kvikmyndatökustjóra

Sigurður Sverrir Pálsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Eddunni 2024 fyrir framúrskarandi framlag sitt til íslenskrar kvikmyndagerðar. Í þessari klippu ræðir Ásgrímur Sverrisson við flesta þá leikstjóra sem hann hefur unnið með á ferlinum og einnig Sigurð Sverri sjálfan.

Horfðu á VERSTÖÐINA ÍSLAND í heild sinni hér

Sú merka heimildaþáttaröð Verstöðin Ísland (1991) eftir Erlend Sveinsson, Sigurð Sverri Pálsson og Þórarinn Guðnason, er nú aðgengileg frítt á Vimeo og má nálgast hér.

Hvernig við gerðum „Þvert á tímann“

Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson frumsýna heimildamynd sína Þvert á tímann þann 16. desember, en myndin fjallar um dag í lífi Matthíasar Johannessen skálds og fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins. Hér segja þeir frá því hvernig myndin var gerð og hversvegna tók næstum tvo áratugi að klára hana.

Erlendur Sveinsson um „Þvert á tímann“: Ritstjórinn og skáldið slást um tímann

Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson frumsýna heimildamynd sína Þvert á tímann í Háskólabíói sunnudaginn 16. desember. Myndin lýsir einum degi í lífi Matthíasar Johannessen skálds og ritstjóra, en tökur fóru að mestu fram 2000-2001.

Reynir Oddsson og námið í London Film School í lok sjötta áratugsins

Reynir Oddsson leikstjóri og handritshöfundur Morðsögu (1977) var fyrsti Íslendingurinn til að stunda nám við þann sögufræga skóla, London Film School, sem Gísli Snær Erlingsson stýrir nú. Reynir var þar við nám veturinn 1958-59, en skólinn, sem þá hét London School of Film Technique, var stofnaður 1956 meðan formleg kvikmyndakennsla hófst 1957. Hann rifjar upp minningar sínar frá þessum tíma.

Viðhorf | Hin rammíslenska en alþjóðlega „Morðsaga“

Það var gaman að sjá tæknilega endurbætta útgáfu af Morðsögu (1977) Reynis Oddssonar í Háskólabíói í gær. Þetta er allavega í fjórða skiptið sem ég sé myndina (síðast fyrir fáeinum árum) og enn tekst henni að koma manni á óvart. Hún hefur einfaldlega elst mjög vel, er afar nútímaleg, bæði hvað varðar efnistök og nálgun, sem og merkilegur vitnisburður um samtíma sinn.

„Verstöðin Ísland“ endurunnin og gefin út á ný

Heimildamyndabálkurinn Verstöðin Ísland, sem upphaflega kom út í fjórum hlutum 1992, verður endurunnin í stafrænu formi og gefin út á ný innan skamms. Myndaflokkurinn, sem gerður var af Erlendi Sveinssyni, Sigurði Sverri Pálssyni og Þórarni Guðnasyni, hefur ekki verið fáanlegur um árabil en nú er um aldarfjórðungur frá því að verkið var frumsýnt í Háskólabíói.

Sigurður Sverrir Pálsson tökumaður heiðraður á Stockfish

Stockfish hátíðin hefur staðið fyrir sérstökum hátíðarsýningum á myndum sem Sigurður Sverrir Pálsson hefur kvikmyndað. Í fyrrakvöld var Tár úr steini sýnd að Sigurði Sverri viðstöddum og í gærkvöldi Land og synir. Við það tækifæri veitti Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra (ÍKS) Sigurði Sverri sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín við íslenska kvikmyndagerð. Í kvöld (fimmtudagskvöld) verður svo sýnd kvikmyndin Kaldaljós og mun Sigurður Sverrir svara spurningum gesta á eftir sýningu.

„Draumurinn um veginn“ sýndur í heild í Sjónvarpinu yfir páskana

Þessi heimildamyndabálkur Erlends Sveinssonar fjallar um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Norður-Vestur Spáni. Thor gengur inn í heim pílagrímavegarins og aðlagast honum eftir því sem á gönguna líður. Thor var áttræður þegar hann gekk þessa 800 kílómetra leið árið 2005 en hann lést 2. mars árið 2011.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR