Ásgeir H.Ingólfsson heldur úti þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni þar sem hann ræðir kvikmyndir og aðra menningu. Á dögunum ræddi hann við Eirík Örn Norðdahl rithöfund og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing um upplifun þeirra af þáttaröðinni Verbúðin.
Agnar Einarsson fyrrum hljóðmeistari hjá Sjónvarpinu, lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Agnar lærði útvarps- og símvirkjun og síðan til sýningarmanns sem hann starfaði við frá 1949-1972 í Tjarnarbíói, Stjörnubíói og Tónabíói. 1972 hóf hann störf hjá Sjónvarpinu, lengst af sem hljóðmeistari þar til hann lét af störfum 1998. Eftir það starfaði hann að hluta til í Kvikmyndasafni Íslands og Bæjarbíói í Hafnarfirði. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir og tengdadóttir Agnars, skrifar um hann nokkur minningarorð.