„Það eru ekki margar íslenskar myndir eins og Síðasta áminningin og vafalaust mættu þær vera miklu, miklu fleiri,“ segir kvikmyndagagnrýnandinn Nína Richter um nýja heimildarmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson.
Heimildamyndin Síðasta áminningin eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 12. júní. Í myndinni er sjálfsmynd og hugarfar Íslendinga skoðað út frá sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og rætt er við þrjá leikmenn liðsins og aðra þjóðþekkta einstaklinga.