HeimEfnisorðSara Dögg Ásgeirsdóttir

Sara Dögg Ásgeirsdóttir

VITJANIR: Læknir vitjar sjúklinga, drauga og álfa

Menningin á RÚV fjallaði um þáttaröðina Vitjanir og ræddi við aðalleikkonuna Söru Dögg Ásgeirsdóttur, handritshöfundana Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og leikstjórann Evu Sigurðardóttur. Þættirnir, sem Glassriver framleiðir, verða sýndir á RÚV næsta vetur.

Sænskur leikstjóri gerir mynd á íslensku

Tökur standa nú yfir hér á landi á mynd sænska leikstjórans Maximilian Hult, Pity the Lovers. Leikarar eru íslenskir og myndin á íslensku. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström hjá sænska framleiðslufyrirtækinu Little Big Productions í samvinnu við Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur og Friðrik Þór Friðriksson hjá Hughrif. Sömu aðilar gerðu hér kvikmyndina Hemma fyrir nokkrum árum.

Tökur standa yfir á þáttaröðinni „Stellu Blómkvist“

Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR