Samkvæmt heimildum Klapptrés hafa ýmsir erlendir framleiðendur að undanförnu falast eftir réttinum að Sölku Völku Halldórs Laxness með það fyrir augum að gera úr verkinu þáttaröð fyrir alþjóðlegan markað.
Í desember verða 60 ár liðin frá því að Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Af því tilefni sýnir RÚV allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum hans.