2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).