Sýningar á gamanþáttunum Draumahöllin hefjast á Stöð 2 í lok desember. Þættirnir sex eru skrifaðir af Sögu Garðarsdóttur, Steinþóri H. Steinþórssyni og Magnúsi Leifssyni, sem jafnframt leikstýrir.
Tökur á bíómyndinni Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, hefjast í ágústbyrjun og standa fram í september. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum.