Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfunda Ófærðar, segir það jákvætt fyrir íslenska kvikmyndagerð að Ófærð var valin besta sjónvarpsþáttaröð Evrópu. Vinna við handrit næstu þáttaraðar Ófærðar er þegar hafin.
Þáttaröðin Ófærð úr smiðju Baltasars Kormáks hlaut í kvöld Prix Europa verðlaunin fyrir leikið sjónvarpsefni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt sjónvarpsefni vinnur til þessara virtu verðlauna.
Ófærð er meðal 26 evrópskra þáttaraða sem hljóta tilnefningu til Prix Europa verðlaunanna í flokki leikins sjónvarpsefnis. Verðlaunaafhendingin fer fram síðla októbermánaðar.