Út er komin skýrsla á vegum Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins sem fjallar um áhorf og dreifingu norrænna sjónvarpsþátta innan Norðurlandanna. Petri Kemppinen, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir skýrsluna sýna að margar norrænar þáttaraðir ferðist vel milli landa og að dagskrártími og markaðssetning skipti gríðarlegu máli. Ófærð fékk almennt gott áhorf á hinum Norðurlöndunum og Íslendingar eiga metið í áhorfi á norrænar þáttaraðir.
Petri Kemppinen, framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins, hefur samið við stjórn sjóðsins um að gegna stöðunni áfram til a.m.k tveggja ára til viðbótar, með möguleika á tveimur árum til viðbótar við það.
Petri Kemppinen framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins segir listrænar kvikmyndir, sem lengi hafa verið framlínan í norrænni kvikmyndagerð, séu á undanhaldi. Áherslur séu að færast yfir á sjónvarpsefni og myndir sem höfða til yngra fólks.