Kvikmyndin Volaða land verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2024. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Nú líður að því að ákvarðað verður um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2024. Opnað hefur verið fyrir innsendingar til og með 11. ágúst. Tilkynnt verður um framlag Íslands þann 12. september.