Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er meðal þeirra 15 alþjóðlegu kvikmynda sem finna má á stuttlista Óskarsverðlaunaakademíunnar í flokknum Alþjóðleg kvikmynd ársins.
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.