Kvikmyndasafnið hefur undanfarin misseri staðið fyrir markvissum rannsóknum á íslenskri kvikmyndasögu undir stjórn Gunnars Tómasar Kristóferssonar kvikmyndafræðings. Greinar hans hafa nú verið birtar á vef safnsins og má nálgast hér.
Á vefnum Ísland á filmu sem Kvikmyndasafn Íslands rekur má finna þessa stuttu klippu þar sem Óskar Gíslason og samstarfsmenn prófa sig áfram með effekta fyrir Síðasta bæinn í dalnum (1950).
Síðastliðinn föstudag, 15. apríl, afhenti fjölskylda Óskars Gíslasonar, kvikmyndagerðarmanns og brautryðjanda í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar, þjóðinni til eignar allar kvikmyndir hans sem og mikið safn gagna og margvíslegra gripa sem Óskar lét eftir sig.
Komin er upp fróðleg síða um fjöllistamanninn Þorleif Þorleifsson (1917-1974) á Wikipedia. Þorleifur kom víða við og tengist kvikmyndagerð þannig að hann vann mikið og náið með Óskari Gíslasyni.