Óli prik, heimildamynd Árna Sveinssonar um Ólaf Stefánsson handboltamann, var frumsýnd á þriðjudagskvöld í Háskólabíói. Myndin fær góða umsögn í Fréttablaðinu í dag.
Óli Prik er persónuleg heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og þau tímamót þegar hann snýr aftur heim eftir 17 ár í atvinnumennsku og tekur að sér að þjálfa meistaraflokk Vals. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 6. febrúar.