HeimEfnisorðÓlafur Rögnvaldsson

Ólafur Rögnvaldsson

[Stikla] Heimildamyndin „Línudans“ frumsýnd á Stockfish

Heimildamyndin Línudans eftir Ólaf Rögnvaldsson verður Íslandsfrumsýnd á Stockfish hátíðinni sem fram fer dagana 23. febrúar til 5. mars. Myndin, sem frumsýnd var á Lubeck hátíðinni s.l. haust, fjallar um baráttu bænda og landeigenda gegn lagningu Blöndulínu 3 sem Landsnet hyggst leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar, um Vatnsskarð, Skagafjörð, Öxnadalsheiði og Hörgárdal.

„Þeir sem þora“ sýnd á Evrópuþinginu

Heimildamyndin Þeir sem þora um stuðning Íslands við baráttu Eystrasaltsþjóða fyrir endurheimt sjálfstæðis, var sýnd í Evrópuþinginu í Brüssel 23. janúar síðastliðinn. Um 250 þingmenn, flestir frá Norðurlöndum, Eystrasaltsþjóðum og Austur-Evrópu, sóttu sýninguna, ásamt ráðgjöfum og starfsmönnum.

„Þeir sem þora“ fær áhorfendaverðlaun EstDocs í Toronto

Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar og Kolfinnu Baldvinsdóttur, Þeir sem þora, hlaut í gær áhorfendaverðlaunin á EstDocs, sem haldin er í Toronto en tileinkuð myndum frá Eistlandi.

„Þeir sem þora“ sýnd í Bíó Paradís

Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar og Kolfinnu Baldvinsdóttur, Þeir sem þora, var frumsýnd á Íslandi í gær og verður sýnd í Bíó Paradís næstu daga. Myndin lýsir baráttu Eystrasaltsríkjanna, – Eistlands, Lettlands og Litháen, – í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstæðis þeirra árin 1986 til 1991.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR