Almannastöðvar Norðurlandanna og þriggja annarra Evrópuríkja hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega fjármögnun þáttaraða undir heitinu New8. RÚV er hluti af verkefninu.
Útvarpsstjórar norrænu almannaþjónustumiðlanna fimm kynntu á dögunum „Nordic 12“ sem er nýtt samstarf um framleiðslu og sýningu leikins efnis á almannastöðvum Norðurlandanna. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir í spjalli við Klapptré að þetta muni skjóta fleiri stoðum undir fjármögnun íslensks efnis sem og tryggja aðgengi þess á hinum Norðurlöndunum.