Sagafilm Nordic, sem staðsett er í Stokkhólmi og stýrt af Kjartani Þór Þórðarsyni, tekur þátt í fjármögnun tveggja norrænna þáttaraða sem nú er í undirbúningi. Þetta eru annarsvegar Cold Courage sem kynnt var á nýlokinni MIPTV messunni og norræna streymisveitan Viaplay mun sýna - og hinsvegar finnska serían Layla sem kynnt verður á Series Mania fjármögnunarmessunni í Lille í Frakklandi í byrjun maí.
Sjónvarpsarmur franska sölufyrirtækisins Wild Bunch sér um alþjóðlega sölu og kemur einnig að fjármögnun þáttaraðarinnar The Trip sem Baldvin Z mun leikstýra. Glassriver er aðalframleiðandi og Síminn mun sýna þættina á Íslandi.