Sigmar Vilhjálmsson fer yfir það sem klikkaði þegar sjónvarpsstöðin Mikligarður var stofnuð á sérstakri uppákomu á vegum ÍMARK næstkomandi mánudag, 8. desember kl. 13.00–14.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19.
365 miðlar hafa eignast öll hlutabréf í Konunglega kvikmyndafélaginu sem rekið hefur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, innan við tveimur mánuðum eftir að nýju stöðvarnar fóru í loftið. 365 rekur Bravó áfram en Mikligarður fer í sumarfrí og framtíð stöðvarinnar verður ákveðin síðar. RÚV skýrir frá þessu.
Sigmar Vilhjálmsson forsvarsmaður Konunglega kvikmyndafélagsins, rekstaraðila sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og Bravó, segist bjartsýnn á að hlutafjáraukningu félagsins ljúki sem fyrst. Félagið sagði öllum starfsmönnum upp í dag eftir um tveggja mánaða rekstur.
Öllu starfsfólki Konunglega kvikmyndafélagsins, sem rekur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, hefur verið sagt upp. Leitað er nýju hlutafé til að styrkja rekstur félagsins.