HeimEfnisorðMennta- og menningarmálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Furðar sig á að úr­skurðurinn birtist þremur árum eftir að hann féll

Laufey Guðjónsdótir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku. 

Kvikmyndaráðgjafi úrskurðaður vanhæfur vegna hagsmunatengsla, ákvörðun um synjun styrks felld úr gildi

Í kjölfar kæru úrskurðaði mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2020 að ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvar um að synja framleiðanda kvikmyndar um eftirvinnslustyrk árið 2017 skyldi felld úr gildi. Einnig var kvikmyndaráðgjafi verkefnisins úrskurðaður vanhæfur á grundvelli stjórnsýslulaga. Úrskurðurinn var fyrst opinberaður á dögunum.

RÚV verji 12% af útvarpsgjaldi til sjálfstæðra framleiðenda og meðframleiðslu samkvæmt nýjum þjónustusamningi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. sem var undirritaður í dag. Í samningnum segir meðal annars að RÚV skuli verja 12% af innheimtu útvarpsgjalds til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum. Þá er nánar skilgreindur réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum. 

Frumvarp um breytingar á kvikmyndalögum lagt fram

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp sem kveður á um breyt­ingar á kvik­mynda­lög­um. Þar er meðal annars skýrar en áður kveðið á um hverjir geta sótt um styrki og hverskonar verk má styrkja, þá er nýtt ákvæði um sýningarstyrki og ráðningartíma forstöðumanns auk þess sem lagðar eru til ítarlegri reglur um störf ráðgjafa.

Breytingar á kvikmyndalögum fyrirhugaðar, óskað eftir umsögnum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um breytingu á kvikmyndalögum. Drögin lúta sérstaklega að útfærslu ríkisaðstoðar til kvikmynda með tilliti til nýrra reglna frá ESB, en einnig er gerð tillaga um takmarkanir á skipunartíma forstöðumanns og staða Kvikmyndaráðs skýrð. Hægt er að senda inn umsagnir um frumvarpsdrögin til 19. febrúar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR