HeimEfnisorðMaximilian Hult

Maximilian Hult

„Vesalings elskendur“ sýnd á Gautaborgarhátíðinni

Norrænar kómedíur verða í sérstökum fókus á Gautaborgarhátíðinni þetta árið og meðal þeirra níu mynda sem tilheyra flokknum er Vesalings elskendur eftir Maximilian Hult. Myndin er alfarið skipuð íslenskum leikurum og unnin á Íslandi.

[Stikla] „Vesalings elskendur“ frumsýnd 14. febrúar

Sænsk/íslenska bíómyndin Vesalings elskendur eftir Maxmilian Hult verður frumsýnd í Senubíóunum 14. febrúar næstkomandi. Með helstu hlutverk fara Jóel Sæmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Björn Thors. Stikla myndarinnar er komin út og má skoða hana hér.

Sænskur leikstjóri gerir mynd á íslensku

Tökur standa nú yfir hér á landi á mynd sænska leikstjórans Maximilian Hult, Pity the Lovers. Leikarar eru íslenskir og myndin á íslensku. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström hjá sænska framleiðslufyrirtækinu Little Big Productions í samvinnu við Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur og Friðrik Þór Friðriksson hjá Hughrif. Sömu aðilar gerðu hér kvikmyndina Hemma fyrir nokkrum árum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR