HeimEfnisorðMagnús Viðar Sigurðsson

Magnús Viðar Sigurðsson

Ráðist í aðra syrpu af „Ófærð“

RVK Studios og RÚV hafa náð samkomulagi um að hefja vinnu við nýja syrpu af hinni vinsælu glæpaseríu Ófærð. Þáttaröðin hefur notið almennrar hylli víða um heim, verið lofuð af gagnrýnendum og má ætla að vel á annan tug milljóna hafi horft á þá og enn á eftir að sýna þá víða. Áætlað er að önnur þáttaröð verði frumsýnd á RUV haustið 2018.

„Andlit norðursins“ verðlaunuð í Úkraínu

Heimildamyndin Andlit norðursins eftir Magnús Viðar Sigurðsson, sem fjallar um Ragnar Axelsson ljósmyndara og feril hans, fékk aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í Úkraínu, Poltava Film Festival.

„Allar leiðir lokaðar“, heimildamynd um gerð „Ófærðar“

RÚV frumsýnir þáttaröðina Ófærð þann 27. desember næstkomandi. Í heimildamynd um gerð þáttaraðarinnar er skyggnst á bakvið tjöldin við gerð hennar. Meðal þeirra sem er rætt er við eru Sigurjón Kjartansson, Baldvin Z, Baltasar Kormákur, Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og fleiri.

Ís, eldur og draugar fortíðar í væntanlegri þáttaröð Baltasars

RVK Studios mun framleiða tíu þátta seríu sem kallast Katla og verður sýnd á Stöð 2. Hér er á ferðinni spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitakonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi nátturuhamförum. Sögusviðið er jöklar, eldfjöll og hálendi Íslands.

Stefnt að tökum á „Ófærð“ undir lok árs

Sjónvarpsserían Ófærð var kynnt fyrir kaupendum á MIP TV markaðsstefnunni sem lýkur í Cannes í dag. Stefnt er að tökum á Austfjörðum undir lok árs.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.

RVK Studios Baltasars, Magnúsar og Sigurjóns kynnir verkefni á Mipcom

RVK Studios, nýtt fyrirtæki Baltasars Kormáks, Magnúsar Viðars Sigurðssonar og Sigurjóns Kjartanssonar, kynnir fjölda nýrra verkefna fyrir mögulegum fjárfestum á Mipcom kaupstefnunni sem fram...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR