"Frumleg og erfið mynd sem hvetur áhorfendur til að ganga lengra í leit að sannleikanum," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Elskling (Elskuleg) Lilju Ingólfsdóttir, sem nú er í sýningum í Bíó Paradís.
Lilja Ingólfsdóttir er leikstjóri og handritshöfundur Elskling sem nú er sýnd í Bíó Paradís. Hún var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þar sem hún sagði frá myndinni og rótunum á Íslandi.
Norsk/íslenska leikstýran Lilja Ingólfsdóttir hlaut alls fimm verðlaun á nýafstaðinnni Karlovy Vary hátíðinni fyrir mynd sína Elskling. Aldrei áður hefur ein mynd fengið svo mörg verðlaun á hátíðinni.