Þrestir Rúnars Rúnarssonar unnu til fernra verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Les Arcs í frönsku ölpunum. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar, Atli Óskar Fjalarsson var valinn besti leikarinn, þá var myndataka Sophiu Olsson verðlaunuð og myndin fékk auk þess pressuverðlaunin.
Fyrsta bíómynd Ísoldar Uggadóttir, Andið eðlilega, sem fengið hefur vilyrði frá KMÍ 2016, er meðal 25 verkefna sem valin hafa verið á meðframleiðslumessu kvikmyndahátíðarinnar Les Arcs í Frakklandi.