HeimEfnisorðKvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2015

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2015

„Fúsi“ fær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Fúsi Dags Kára Péturssonar hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2015 sem afhent voru í Hörpu í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem íslensk kvikmynd vinnur þessi verðlaun.

Spurt og svarað með Jesper Morthost framleiðanda „Stille hjerte“ í Bíó Paradís mánudagskvöld, 20 frímiðar á myndina í boði

UPPFÆRT: Því miður er Bille August leikstjóri fastur við störf í Kína og verður því fjarrri góðu gamni í kvöld. Í staðinn mun framleiðandi myndarinnar, Jesper Morthost, svara spurningum eftir sýninguna. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt á morgun þriðjudag í Hörpu, en Stille hjerte er tilnefnd til verðlaunanna. Sýningin er semsagt í kvöld, mánudagskvöld, 26. október kl. 20. Frítt er á sýninguna.

„Fúsi“ fulltrúi Íslands á Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs

Fúsi Dags Kára er til­nefnd til Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs í ár fyrir hönd Íslands. Verðlaunin verða veitt 27. októ­ber í Hörpu og hlýt­ur sig­ur­veg­ari að laun­um 350.000 dansk­ar krón­ur, eða um 7,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR