Kristín Þóra Haraldsdóttir var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Portúgal fyrir hlutverk sitt í Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur.
Lof mér að falla eftir Baldvin Z verður frumsýnd í Senubíóunum þann 7. september. Forsýningar fara fram í kvöld og á morgun. Hátíðarsýning fór fram í gær, en myndin er heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni um helgina.
Morgunblaðið birtir viðtal við Ísold Uggadóttur leikstjóra og handritshöfund kvikmyndarinnar Andið eðlilega, sem frumsýnd verður á Sundance hátíðinni í janúar. Einnig er rætt við Kristínu Þóru Haraldsdóttur, aðra aðalleikkonu myndarinnar.
Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.