Á vef Kvikmyndasafns Íslands, Ísland á filmu, má nú sjá verulegt magn af ýmsum kvikmyndum Kjartans Bjarnasonar sem teknar voru frá 1936 og fram yfir 1970.
Kvikmyndasafnið hefur undanfarin misseri staðið fyrir markvissum rannsóknum á íslenskri kvikmyndasögu undir stjórn Gunnars Tómasar Kristóferssonar kvikmyndafræðings. Greinar hans hafa nú verið birtar á vef safnsins og má nálgast hér.