Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er meðal tíu mynda á stuttlista LUX verðlaunanna sem Evrópuþingið veitir. Myndirnar tíu eru nú kynntar á Karlovy Vary hátíðinni en þær þrjár sem hljóta endanlega tilnefningu verða kynntar í lok sumars.
Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut HBO áhorfendaverðlaunin fyrir bestu leiknu kvikmynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Provincetown í Bandaríkjunum. Ísold var viðstödd hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.