Klapptré voru að berast nýjar upplýsingar frá framleiðanda stuttmyndar Guðmunar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður. Í ljós kemur að myndin hefur unnið til 26 verðlauna á árinu en ekki aðeins þeirra sex sem áður hafði verið sagt frá. Heildarfjöldi alþjóðlegra verðlauna sem íslenskar kvikmyndir hafa hlotið það sem af er árinu er því alls 64 en til samanburðar hlutu þær alls 34 alþjóðleg verðlaun á síðasta ári.
Hægt er að verða sér útí um stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleik, á iTunes. Myndin kallast Playing With Balls á ensku og er í úrvali stuttmynda frá síðustu Toronto hátíð.