Fjórða syrpa þáttaraðarinnar True Detective (True Detective: Night Country) gerist í Alaska og skartar Jodie Foster í aðalhlutverki. Tökur fóru að miklu leyti fram hér á landi, meðal annars á Dalvík, í Reykjavík og í Keflavík.
Tökur á fjórðu syrpu þáttaraðarinnar True Detective hefjast hér á landi í október og standa í níu mánuði. True North þjónustar verkefnið, sem er langstærsta einstaka kvikmyndaverkefni sem hér hefur verið unnið.