Dreifingarfyrirtækið Utopia mun dreifa heimildamyndinni House of Cardin í N-Ameríku frá næsta hausti, en myndin fjallar um tískufrömuðinn Pierre Cardin. Margrét Hrafnsdóttir (Margret Raven) er meðal framleiðenda myndarinnar sem frumsýnd var á Feneyjahátíðinni síðastliðið haust. Variety skýrir frá.
Margrét Hrafnsdóttir (Margret Raven) er meðal framleiðenda heimildamyndarinnar House of Cardin, sem fjallar um hinn kunna hönnuð Pierre Cardin. Myndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í lok ágúst.