Sænski leikstjórinn Lasse Hallström mun vera kominn til landsins að hefja undirbúning þáttaraðar sem byggð er á bók Ragnars Jónassonar Dimmu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS stendur að verkefninu í samvinnu við True North.
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri kom að hvorki meira né minna en fjórum kvikmyndum sem allar voru frumsýndar nú í októbermánuði, ýmist á Íslandi, í Svíþjóð eða Bandaríkjunum.