Föstudaginn 31. október gerast þau undur að hvorki meira né minna en sex íslenskar bíómyndir verða í sýningum í kvikmyndahúsum; Borgríki 2, Afinn, París norðursins, Vonarstræti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Grafir og bein. Tvær þær síðastnefndu verða frumsýndar þennan dag.
Alls hlutu íslenskar kvikmyndir 33 verðlaun á alþjóðlegum hátíðum 2013, þar á meðal á stórum hátíðum á borð við Cannes, Karlovy Vary, San Sebastian og Tokyo. Hross í oss og Hvalfjörður leiða fríðan flokk.