RIFF stendur fyrir pallborðsumræðum í Norræna húsinu á morgun 1. október kl. 12 þar sem rætt verður um kvikmyndahátíðir með þátttöku þungaviktarfólks af þeim vettvangi; Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóra Director’s Fortnight á Cannes, Fredrick Boyer, stjórnanda Tribeca kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling stjórnandaToronto kvikmyndahátíðarinnar og Giorgio Gosetti, stjórnanda Venice Days á Feneyjarhátíðinni og dagskrárstjóra RIFF. Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Toronto stjórnar umræðum.
Helga Stephenson heiðursformaður RIFF hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi höfnun Reykjavíkurborgar á styrk til RIFF, þar sem hún segir m.a.: "Í Reykjavík er kvikmyndahátíð sem gengur vel. Til hvers að fikta í formúlunni sem liggur þar að baki og skipta um fólkið sem lætur hátíðina ganga ár eftir ár?"