Síðdegis í gær veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, kvikmyndafyrirtækinu Truenorth Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2014 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Að auki hlaut Magnús Scheving, hugmyndasmiður Latabæjar, heiðursviðurkenningu fyrir að hafa aukið hróður Íslands á erlendri grund.
Talsmenn Saga film, Pegasus og True North segja ekkert staðfest varðandi erlend kvikmyndaverkefni á árinu en benda þó á að skjótt skipist veður í lofti og að gjarnan taki kvikmyndaverin skyndiákvarðanir um næsta tökustað. Því geti hlutirnir breyst á svipstundu.