Bandaríska áskriftastöðin TBS hefur óskað eftir svokölluðum „pilot“ eða prufuþætti af amerísku útgáfunni af Heimsendi, íslenskri sjónvarpsþáttaröð í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Þættirnir eru byggðir á handriti Jonathan Ames eftir íslensku þáttunum. Með aðalhlutverkin í „pilot“-þættinum fara leikararnir Hamish Linklater og Wanda Sykes.
Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera sjónvarpsþáttaröð Ragnars Bragasonar, Heimsendi, sem sýndur var á Stöð 2 fyrir þremur árum. Jonathan Ames, höfundur sjónvarpsþáttanna Bored to Death, hefur verið fenginn til að skrifa handrit að bandarísku útgáfunni. RÚV segir frá og vísar í frétt Hollywood Reporter í gærkvöldi.