Tenet eftir Christopher Nolan hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leikmynd í ár og The Midnight Sky eftir George Clooney er einnig tilnefnd fyrir sjónrænar brellur. Fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna kom að þessum verkum.
Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni á IDFA sem fer fram í Amsterdam um þessar mundir. Þetta er fyrsta íslenska heimildarmyndin sem vinnur til verðlauna í aðalkeppni á hátíðinni, sem er sú stærsta og virtasta á sínu sviði.