HeimEfnisorðGraeme Maley

Graeme Maley

„A Reykjavik Porno“ í almennar sýningar í dag

Skosk/íslenska kvikmyndin A Reykjavik Porno fer í almennar sýningar í dag. Myndin er frumraun skoska leikstjórans Graeme Maley, en hann hefur getið sér gott orð í leikhúsi á Bretlandseyjum. Hún var frumsýnd á Edinborgarhátíðinni 2016 og vann verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á norrænu kvikmyndahátíðinni í New York síðastliðið haust.

„A Reykjavik Porno“ hlaut tvenn verðlaun á norrænni hátíð í New York

A Reykjavik Porno eftir Graeme Maley hlaut tvenn verðlaun á Nordic International Film Festival í New York um helgina. Albert Halldórsson, aðalleikari myndarinnar var valinn besti leikarinn og Arnar Þórisson hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku.

Tökum á íslensk/skosku kvikmyndinni „Pale Star“ lokið

Tökum á kvikmyndinni Pale Star með Þrúði Vilhjálmsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum er nú nýlokið en myndin sem er spennudrama í fullri lengd er í leikstjórn Graeme Maley. Einnig fara með íslensk hlutverk í myndinni þau Björn Thors og ung stúlka, Freyja Björk Guðmundsdóttir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR