Á Facebook síðu sinni leggur Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans útaf grein Jóns Gnarr um sjónvarpsþáttagerð og framtíðarsess Georgs Bjarnfreðarsonar í þjóðardjúpinu. Hann segist vilja "snúa upp á spádóm Jóns um langlífi Georgs og spá að það verði hugmyndirnar og framgangan sem hann gerir grín að sem muni lifa lengst. Og hugsanlega lengur en bæði Jón og Georg."
Í pistli sem Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, birtir í Fréttablaðinu í dag segir hann of litlu fé varið til leikins sjónvarpsefnis miðað við bíómyndir og að jafna þurfi þann hlut eða stofna sérstakan sjónvarpssjóð.