Samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að verulega dragi úr endurgreiðslum til kvikmyndagerðar á næsta ári og að þær fari enn frekar lækkandi á næstu tveimur árum eftir það.
Gert er ráð fyrir að framlög til Kvikmyndasjóðs haldist óbreytt frá fyrra ári í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Kvikmyndasafnið fær lítilsháttar hækkun og RÚV einnig.