HeimEfnisorðErn eftir aldri

Ern eftir aldri

„Ern eftir aldri“: Myndin sem RÚV þorði ekki að sýna?

Vefurinn Wheel of Work fjallar um heimildamynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri frá 1975, í tilefni sýninga á henni í Bæjarbíói. Í myndinni er lagt útaf sjálfsmynd þjóðarinnar í tilefni þjóðhátíðarinnar 1974. Haft er eftir Árna Bergmann rithöfundi að RÚV hafi ekki þorað að sýna myndina. Vefurinn gerir því skóna að þetta hafi verið af pólitískum ástæðum þrátt fyrir að RÚV hafi fjármagnað gerð hennar; myndin hafi með engu móti passað í sparifötin sem öllum var gert að klæðast á þessari sameiningarhátíð.

„240 fiskar fyrir kú“ og „Ern eftir aldri“ Magnúsar Jónssonar sýndar í Bæjarbíói

Magnús Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri (1938 – 1979), er þungamiðja þriðju syrpu Rússneska vetrarins í Bæjarbíói um samskipti Sovétríkjanna og Íslands í kvikmyndum. Magnús er fyrsti Íslendingurinn sem fór til náms í kvikmyndagerð í Sovétríkjunum og náði að gera þessar tvær kvikmyndir hér heima áður en hann andaðist langt fyrir aldur fram, aðeins 41 árs gamall. Þessar afar sjaldséðu myndir eru sýndar í kvöld þriðjudag kl. 20 og á laugardag kl. 16.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR