Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut Emmy verðlaun fyrir tónlist sína í stuttseríunni Chernobyl, en verðlaunin eru í flokki framúrskarandi frumsaminnar tónlistar.
Hildur Guðnadóttir, tónskáld, hefur verið tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir tónsmíði sína fyrir þættina Chernobyl sem hafa vakið mikla athygli. Hljóðrás Hildar fyrir þættina hefur ekki síður vakið athygli en hún var öll samsett úr hljóðum sem tekin voru upp í kjarnorkuveri.