Einskonar ást eftir Sigurð Anton Friðþjófsson hefur verið sýnd á hátíðum og í kvikmyndahúsum í Úkraínu og Þýskalandi undanfarna mánuði. Myndin er einnig fáanleg á efnisveitum.
Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1, rýnir í Einskonar ást eftir Sigurð Anton Friðþjófsson og segir hana mistakast hrapallega að láta áhorfendum líða eins og það sé eitt eða neitt í húfi fyrir persónurnar.