Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.
Elvar Gunnarsson hefur unnið að myndinni um nokkurt skeið ásamt samstarfsfólki sínu. Myndin er gerð án styrkja enn sem komið er og er nú í eftirvinnslu. Framleiðandi myndarinnar og helsti samstarfsmaður Elvars er Guðfinnur Ýmir Harðarson. Arnþór Þórsteinsson fer með aðalhlutverkið.