Tómas Valgeirsson hjá vefnum Bíófíkli fjallar um Lífsleikni Gillz sem nú gengur í kvikmyndahúsum. Tómas segir það hafa verið mistök að setja þetta efni í bíósali en fínir kaflar séu inná milli. Hann gefur myndinni fimm stig af tíu mögulegum.
Kvikmyndin Lífsleikni Gillz, sem frumsýnd var í Sambíóunum síðastliðinn föstudag, gekk afar vel á frumsýningarhelginni en þá sóttu hana rúmlega 4.500 manns. Þetta er stærsta opnunarhelgi íslenskrar kvikmyndar síðan Djúpið var frumsýnd 2012.