HeimEfnisorðDeilur um úthlutanir sumar 2017

Deilur um úthlutanir sumar 2017

„Flateyjargátu“ frestað um ár

Framleiðslu þáttaraðarinnar Flateyjargátan, er byggjast á bók Viktors Arnars Ingólfssonar, hefur verið slegið á frest þar sem ekki fékkst úthlutun úr Kvikmyndasjóði.

Laufey ræðir úthlutunina til annarrar syrpu „Ófærðar“

Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræddi við útvarpsstöðina K100 um nýgerða úthlutun til annarrar syrpu Ófærðar og þær deilur sem hafa skapast vegna þess. Horfa má á viðtalið hér.

SÍK óskar eftir fundi með fulltrúum KMÍ og ráðuneytis vegna úthlutunar

SÍK hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Kvikmyndamiðstöðvar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna úthlutunar til annarrar syrpu Ófærðar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

SÍK: Reglur brotnar við úthlutun, kallar eftir endurskoðun á verklagi

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, hefur sent frá sér tilkynningu varðandi nýlegar ákvarðanir um úthlutanir vilyrða úr Kvikmyndasjóði. SÍK telur að reglur hafi verið brotnar og að endurskoða þurfi verklag.

Magnús Guðmundsson: Stjórnvöld þurfa að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar

"Ef íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á að halda áfram að dafna þurfa stjórnvöld að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar. Framleiðendur verða að geta treyst því að þar sitji allir við sama borð og sjóðurinn þarf að marka sér skýra stefnu í samræmi við þróun á mörkuðum," segir Magnús Guðmundsson í leiðara Fréttablaðsins.

Gagnrýnt að önnur syrpa „Ófærðar“ fái vilyrði þrátt fyrir ókláruð handrit

Önnur syrpa Ófærðar hlaut vilyrði í júnímánuði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar segir reglur ekki hafa verið brotnar, en Snorri Þórisson framleiðandi hjá Pegasus gagnrýnir ákvörðunina. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR