Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að leggja beri lögbann við þeirri athöfn fjarskiptafyrirtækjanna Vodafone og Hringdu að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að Deildu.net og Pirate Bay, en þar er deilt höfundarréttarvörðu efni.
Þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál, sem Skjár einn hefur sýnt, hefur verið mikið halað niður á umdeildum skráaskiptasíðum. Spurningamerki hangir yfir frekari framleiðslu af þeim sökum segir Sævar Guðmundsson leikstjóri þáttanna. Fimmta serían er er nú fáanleg í Leigu Vodafone og Skjá Bíó, um tveimur mánuðum eftir að sýningu þáttanna lauk á Skjá einum. Fjórða serían er einnig í boði.
SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, hafa stefnt fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíðurnar The Pirate Bay og Deildu.net. 365 miðlar, einn meðlima SMÁÍS, meðal stefndra.