Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var eitt fjögurra verkefna í vinnslu sem hlutu sérstaka viðurkenningu á CineMart samframleiðslumessunni á Rotterdam í dag.
Hvítur, hvítur dagur, væntanleg bíómynd Hlyns Pálmasonar, var annað tveggja verkefna í vinnslu sem voru valin á tvo mikilvægustu samframleiðslumarkaði Evrópu, Cinemart í Rotterdam og Berlinale Co-production Market í Berlín. Rotterdam hátíðin er nú hafin en Berlinale hefst 15. febrúar. Um er að ræða sérstakt samstarf þessara tveggja hátíða sem kallast Rotterdam-Berlinale Express og var stofnað 2002.